Umsókn um leyfi til að halda viðburði / Application for a special event permit
Samkvæmt 38. gr reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 300/2020 skal afla leyfis þjóðgarðsvarðar vegna skipulagðra viðburða og verkefna sem kalla á aðstöðu, mannafla eða meðferð tækja í þjóðgarðinum, svo sem til kvikmyndunar, listviðburða, samkomuhalds og rannsókna. Þá skal afla leyfis þjóðgarðsvarðar til lendingar loftfars og notkunar fjarstýrðra loftfara innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
Sá sem óskar eftir slíku leyfi skal senda rafræna umsókn til þjóðgarðsvarðar á hlutaðeigandi rekstrarsvæði, einu eða fleiri. Þjóðgarðsvörður getur óskað hvers konar upplýsinga og skýringa vegna umsóknarinnar.
Þjóðgarðsvörður skal taka ákvörðun um veitingu leyfis með hliðsjón af öryggissjónarmiðum, verndarmarkmiðum þjóðgarðsins og stjórnunar- og verndaráætlun. Setja má þau skilyrði fyrir leyfisveitingu sem talin er þörf á, svo sem um umgengni og takmarkanir.
- - -
(Translation based on Google translate. If there is a difference between the Icelandic and English text then the Icelandic text applies.)
According to Article 38 of the Regulation on Vatnajökull National Park no. 300/2020, a permit must be obtained from the national park warden for organized events and projects that require facilities, manpower or treatment of equipment in the national park, such as for filming, art events, gatherings and research. A permit must also be obtained from the national park warden for the landing of aircraft and the use of remote-controlled aircraft within Vatnajökull National Park.
The person requesting such a permit shall send an electronic application to the national park ranger at the relevant operating area, one or more. The national park ranger can request any kind of information and explanations regarding the application.
The national park ranger shall make a decision on the granting of a permit with regard to security considerations, the national park's protection objectives and the management and protection plan. The conditions for the granting of a license that are deemed necessary may be set, such as access and restrictions.
Athugið: Þessi umsókn er aðeins fyrir svæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs / Attention: This permit is only for locations that are within Vatnajökull National Park
Umsækjandi / Applicant
Skráið hér upplýsingar um umsækjanda / Applicant information
Viðburður sem sótt er um:
I wish to apply for the following events:
Fyrirhuguð staðsetning og tímasetning innan Vatnajökulsþjóðgarðs
Planned locations, dates and time within Vatnajökull National Park
Almennir skilmálar: (English below)
Umsækjandi skal kynna sér og virða ákvæði laga og reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð og ákvæði stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn við starfsemi sína sem og aðra löggjöf sem um starfsemina gildir. Umsækjandi, starfsfólk hans og gestir á hans vegum skulu ganga vel um náttúru þjóðgarðsins og menningarminjar og sýna ýtrustu varúð og tillitssemi svo að náttúru, menningarminjum og mannvirkjum þjóðgarðsins verði ekki spillt, sbr. 1. mgr. 9. gr. reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð. Þá skal umsækjandi tryggja að fyllsta öryggis sé ávallt gætt.
Vatnajökulsþjóðgarður hefur með höndum eftirlit með viðburðum innan þjóðgarðsins. Þjóðgarðsvörður getur krafist nauðsynlegra upplýsinga vegna eftirlitsins og ber aðilum að fylgja fyrirmælum hans.
Hlíta ber fyrirmælum þjóðgarðsvarða og annarra starfsmanna þjóðgarðsins um umgengni og háttsemi í þjóðgarðinum, sbr. 2. mgr. 9. gr. reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð.
Þjóðgarðsverði er heimilt að loka þjóðgarðinum eða einstökum svæðum hans fyrirvaralaust ef hann telur að dvöl manna eða umferð geti spillt lífríki, jarðmyndunum, landslagi eða menningarminjum eða ef hættuástand skapast í þjóðgarðinum vegna náttúruvár.
Þjóðgarðsverði er heimilt að vísa úr þjóðgarðinum hverjum þeim sem brýtur ákvæði laga um Vatnajökulsþjóðgarð eða reglugerðar þjóðgarðsins. Brot gegn lögunum og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
Þjóðgarðsvörður og annað starfsfólk þjóðgarðsins í umboði hans hafa eftirlit með því að umsækjandi virði skilyrði útgefins leyfis og ákvæði laga og reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð. Umsækjanda ber að veita þjóðgarðsverði allar þær upplýsingar og gögn sem hann telur þörf á til að rækja eftirlitshlutverk sitt.
Útgefin leyfi gætu verið birt á vef Vatnajökulsþjóðgarðs.
- - -
Terms and Conditions:
(Translation based on Google translate. If there is a difference between the Icelandic and English text then the Icelandic text applies.)
All applicants shall familiarize themselves with, and respect the Vatnajökull National Park Act and the Parks Management plan for their activities as well as other legislation applicable to the operation. All applicants, their staff and guests shall respect the nature of the national park and show utmost caution and consideration so that the nature, culture and buildings in the national park are not damaged. Applicants shall also ensure that the highest level of safety is maintained at all times.
Vatnajökull National Park supervises events within the national park. Park managers may require the necessary information for the supervision and the applicant must follow their instructions.
The instructions of park managers and other employees of the national park regarding conduct in the national park must be obeyed.
Park managers may close the national park or individual areas without notice if they believe that human stay or traffic can damage the biosphere, geography, landscape or cultural heritage or if a state of emergency arises in the national park due to natural hazards.
Park managers may remove anyone who violates the Vatnajökull National Park Law or the National Park Regulations from the park. Violations of laws and regulations issued under them are subject to fines or imprisonment for up to two years.
Park managers and other staff under their authority oversee that all applicants respect the conditions of issued permits and the provisions of Vatnajökull National Park Act and Regulations. All applicants must provide the park managers with all information and data they consider necessary to fulfill their supervisory role.
Issued permits may be posted on the Vatnajökull National Park's website.