Umsókn um rannsóknarleyfi / Application for research permit

Eitt af markmiðum með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er að stuðla að rannsóknum á svæðinu, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007.
Samkvæmt 1. mgr. 38. gr. reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 300/2020 skal tillkynna og/eða afla leyfis þjóðgarðsvarðar vegna allra verkefna sem kalla á aðstöðu, mannafla eða meðferð tækja í þjóðgarðinum, þ.m.t. vegna rannsókna innan þjóðgarðsins. Sækja þarf um leyfi samkvæmt þessu fyrir allar rannsóknir á náttúrufari og menningarminjum í Vatnajökulsþjóðgarði sem eru ekki á vegum þjóðgarðsyfirvalda eða hluti af framkvæmd samþykktrar stjórnunar- og verndaráætlunar þjóðgarðsins.
Þeir sem hyggjast stunda rannsóknir innan þjóðgarðsins þurfa jafnframt að gæta að því að sækja um tilskilin leyfi til rannsókna frá öðrum aðilum, svo sem ef um er að ræða rannsóknir á örverum á jarðhitasvæðum, sbr. 34. gr. laga nr. 57/1998, rannsóknir á steingervingum, sbr. 60. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013, eða rannsóknir á friðlýstum plöntu- eða dýrategundum. Ef flytja á út náttúrugripi (rannsóknarsýnið getur fallið undir hugtakið náttúrugripur) þarf leyfi Náttúrufræðistofnunar Íslands, sbr. 15. gr. laga nr. 60/1992.
Í umsókninni skal koma fram lýsing á fyrirhuguðum rannsóknum sem óskað er leyfis fyrir og staðsetning þeirra, sem og eftir atvikum upplýsingar um áætlaðan fjölda starfsmanna, fyrirhugaða aðstöðu og tækjabúnað, tímasetningu rannsóknar og tímalengd.
Sækja skal um leyfi með minnst 30 daga fyrirvara.
Verklagsreglur vegna rannsóknarleyfa er að finna á heimasíðu þjóðgarðsins.

Translation via Google Translate:
One of the goals of the establishment of Vatnajökull National Park is to promote research in the area, cf. Paragraph 1 Article 2 Act on Vatnajökull National Park no. 60/2007.
According to the first paragraph. Article 38 Regulation on Vatnajökull National Park no. 300/2020, the permission of the national park warden shall be notified and / or obtained for all projects that require facilities, manpower or treatment of equipment in the national park, incl. for research within the national park. A permit must be applied for in accordance with this for all research on natural history and cultural monuments in Vatnajökull National Park that is not carried out by the national park authorities or is part of the implementation of the national park's approved management and protection plan.
Those who intend to conduct research within the national park must also take care to apply for the required permits for research from other parties, such as in the case of research on microorganisms in geothermal areas, cf. Article 34 Act no. 57/1998, research on fossils, cf. Article 60 Act on Nature Conservation no. 60/2013, or research on protected plant or animal species. If natural treasures are to be exported (the research sample may fall under the term natural treasures), a permit from the Icelandic Institute of Natural History is required, cf. Article 15 Act no. 60/1992.
The application shall include a description of the proposed research for which permission is requested and its location, as well as, as appropriate, information on the estimated number of employees, the proposed facilities and equipment, the timing of the research and the duration.
Permission must be applied for at least 30 days in advance.
Procedures for research permits can be found on the website of the national park.

Athugið vel að þessi umsókn er aðeins fyrir svæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs / Attention: This permit is only for locations that are within Vatnajökull National Park

Upplýsingar um umsækjanda / Applicant information

100 stafir eftir.
 

Upplýsingar um verkefni / Information on the project


Hér getur þú sett inn viðhengi ef þú vilt / Here you can add an attachment if necessary or if you wish to add other information.
 

Ef umsækjandi hyggst nota flygildi (dróna) við tökurnar skal skrá fyrirhugaða tökustaði hér / If the applicant plans on using drones, the flight locations must be listed here.

Vinsamlegast tilgreinið tökustaði. Verið eins nákvæm og hægt er með staðsetningar, setjið inn örnefni og/eða GPS hnit. Ef áætlað er að hafa fleiri en einn tökudag með flygildi, þá skal skrá upphafsdag í dagsetningarreit.
Please fill in the locations. Please be as specific as possible with locations, stating name of place and/or GPS coordinates. If you plan on using the drone for more than one day at the same location then specify the first date.


Ef sækja þarf um fleiri staði þarf að fylla það út og senda í viðhengi / If you wish to add more locations please fill out the document below and attach to the right.

Fleiri tökustaðir / More locations - file
 
Almennir skilmálar:
Leyfishafi skal hafa leyfisbréf tiltækt á vettvangi þeirrar rannsóknar sem heimiluð hefur verið og framvísa því við starfsmenn þjóðgarðsins ef þess er óskað.
Leyfishafa ber að fylgja skilmálum leyfis og kynna sér og virða ákvæði laga um Vatnajökulsþjóðgarð, ákvæði reglugerðar um þjóðgarðinn, svo og ákvæði stjórnunar- og verndaráætlunar. Leyfishafi og starfsfólk hans skulu ganga vel um náttúru þjóðgarðsins og menningarminjar og sýna ýtrustu varúð og tillitssemi svo að náttúru, menningarminjum og mannvirkjum þjóðgarðsins verði ekki spillt, sbr. 1. mgr. 9. gr. reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð.
Hlíta ber fyrirmælum þjóðgarðsvarða og annarra starfsmanna þjóðgarðsins um umgengni og háttsemi í þjóðgarðinum, sbr. 2. mgr. 9. gr. reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð Þjóðgarðsverði er heimilt að stöðva rannsókn eða athafnir henni tengdar ef sýnt þykir að hún geti og/eða hafi haft neikvæð áhrif á náttúru- og menningarminjar og mannvirki þjóðgarðsins og er jafnframt heimilt að vísa leyfishafa, starfsfólki hans eða gestum á hans vegum úr þjóðgarðinum brjóti viðkomandi gegn ákvæðum laga um Vatnajökulsþjóðgarð eða reglugerðar þjóðgarðsins. Brot gegn lögunum og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
Þjóðgarðsvörður og annað starfsfólk þjóðgarðsins í umboði hans hafa eftirlit með því að leyfishafi virði skilyrði leyfisins og ákvæði þeirra laga og reglugerða sem gilda um framkvæmd rannsóknarinnar. Leyfishafa ber að veita þjóðgarðsverði allar þær upplýsingar og gögn sem þjóðgarðsvörður telur þörf á til að rækja eftirlitshlutverk sitt. Leyfi falla úr gildi ef ekki er farið eftir skilyrðum leyfis.
Heimilt er að hafa eftirlitsmann á vettvangi þar sem rannsókn fer fram telji þjóðgarðsvörður þess þörf vegna verndunarsjónarmiða og skal það þá tilgreint í leyfisbréfi. Leyfishafi greiðir fyrir það samkvæmt gjaldskrá.
Þess er óskað að niðurstöður rannsókna, skýrslur og tengt efni verði sent til þjóðgarðsins . Þá er kynningarefni um rannsóknir fyrir gesti þjóðgarðsins í útdrætti á einblöðungi, á veggspjöldum eða í formi fyrirlestra, vel þegið. Óskað er eftir þessum upplýsingum með vísan til 2. gr. reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð þar sem fram kemur að í þjóðgarðinum skuli veita fræðslu um náttúru og náttúruvernd, sögu, mannlíf og menningarminjar svæðisins og stuðla að rannsóknum til að efla þekkingu á þessum þáttum.
Útgefin leyfi gætu verið birt á vef Vatnajökulsþjóðgarðs.

Translation via Google Translate:
General Terms and Conditions:
The licensee shall have a license available at the scene of the investigation that has been authorized and present it to the employees of the national park if requested.
The licensee must follow the terms of the license and familiarize himself with and respect the provisions of the Act on Vatnajökull National Park, the provisions of the Regulation on the National Park, as well as the provisions of the management and protection plan. The licensee and its staff shall take good care of the nature of the national park and cultural monuments and show the utmost care and consideration so that the nature, cultural monuments and structures of the national park are not spoiled, cf. Paragraph 1 Article 9 of the Regulation on Vatnajökull National Park.
The instructions of the national park rangers and other employees of the national park regarding handling and conduct in the national park must be followed, cf. Paragraph 2 Article 9 of the Regulation on Vatnajökull National Park The National Park Guard may suspend research or related activities if it is shown that it can and / or has had a negative effect on the natural and cultural monuments and structures of the national park and may also expel the licensee, his staff or visitors on his behalf. the national park, the person in question violates the provisions of the Act on Vatnajökull National Park or the regulations of the national park. Violations of laws and regulations issued in accordance with them are punishable by fines or imprisonment for up to two years.
Þjóðgarðsvörður and other park staff on behalf of his supervised by the licensee worth permit conditions and the laws and regulations governing the conduct of the trial. The licensee must provide the national park warden with all the information and data that the national park warden deems necessary to carry out its supervisory role. Licenses expire if the conditions of the license are not complied with.
An inspector may be present at the scene where the investigation takes place if the national park ranger deems it necessary for protection reasons, and this shall then be specified in the permit letter. The licensee pays for it according to the tariff.
It is requested that the results of research, reports and related material be sent to the national park. Introductory material on research for visitors to the national park in extracts on a leaflet, on posters or in the form of lectures is welcome. This information is requested with reference to Article 2. Regulation of the park stating that the park should provide education about nature and conservation, history, community and cultural area and promote research to enhance knowledge of these factors.
Issued permits might be published on the Vatnajökull National Park website