Eitt af markmiðum með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er að stuðla að rannsóknum á svæðinu, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007.
Samkvæmt 1. mgr. 38. gr. reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 300/2020 skal tillkynna og/eða afla leyfis þjóðgarðsvarðar vegna allra verkefna sem kalla á aðstöðu, mannafla eða meðferð tækja í þjóðgarðinum, þ.m.t. vegna rannsókna innan þjóðgarðsins. Sækja þarf um leyfi samkvæmt þessu fyrir allar rannsóknir á náttúrufari og menningarminjum í Vatnajökulsþjóðgarði sem eru ekki á vegum þjóðgarðsyfirvalda eða hluti af framkvæmd samþykktrar stjórnunar- og verndaráætlunar þjóðgarðsins.
Þeir sem hyggjast stunda rannsóknir innan þjóðgarðsins þurfa jafnframt að gæta að því að sækja um tilskilin leyfi til rannsókna frá öðrum aðilum, svo sem ef um er að ræða rannsóknir á örverum á jarðhitasvæðum, sbr. 34. gr. laga nr. 57/1998, rannsóknir á steingervingum, sbr. 60. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013, eða rannsóknir á friðlýstum plöntu- eða dýrategundum. Ef flytja á út náttúrugripi (rannsóknarsýnið getur fallið undir hugtakið náttúrugripur) þarf leyfi Náttúrufræðistofnunar Íslands, sbr. 15. gr. laga nr. 60/1992.
Í umsókninni skal koma fram lýsing á fyrirhuguðum rannsóknum sem óskað er leyfis fyrir og staðsetning þeirra, sem og eftir atvikum upplýsingar um áætlaðan fjölda starfsmanna, fyrirhugaða aðstöðu og tækjabúnað, tímasetningu rannsóknar og tímalengd.
Sækja skal um leyfi með minnst 30 daga fyrirvara.
Verklagsreglur vegna rannsóknarleyfa er að finna á
heimasíðu þjóðgarðsins.Translation via Google Translate:
One of the goals of the establishment of Vatnajökull National Park is to promote research in the area, cf. Paragraph 1 Article 2 Act on Vatnajökull National Park no. 60/2007.
According to the first paragraph. Article 38 Regulation on Vatnajökull National Park no. 300/2020, the permission of the national park warden shall be notified and / or obtained for all projects that require facilities, manpower or treatment of equipment in the national park, incl. for research within the national park. A permit must be applied for in accordance with this for all research on natural history and cultural monuments in Vatnajökull National Park that is not carried out by the national park authorities or is part of the implementation of the national park's approved management and protection plan.
Those who intend to conduct research within the national park must also take care to apply for the required permits for research from other parties, such as in the case of research on microorganisms in geothermal areas, cf. Article 34 Act no. 57/1998, research on fossils, cf. Article 60 Act on Nature Conservation no. 60/2013, or research on protected plant or animal species. If natural treasures are to be exported (the research sample may fall under the term natural treasures), a permit from the Icelandic Institute of Natural History is required, cf. Article 15 Act no. 60/1992.
The application shall include a description of the proposed research for which permission is requested and its location, as well as, as appropriate, information on the estimated number of employees, the proposed facilities and equipment, the timing of the research and the duration.
Permission must be applied for at least 30 days in advance.
Procedures for research permits can be found on the
website of the national park.