Samkvæmt 1. mgr. 38. gr. reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 300/2020 skal afla leyfis þjóðgarðsvarðar vegna skipulagðra viðburða og verkefna sem kalla á aðstöðu, mannafla eða meðferð tækja í þjóðgarðinum, svo sem til kvikmyndunar, viðburða og samkomuhalds. Sjá einnig 15. gr. b. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007.
Sækja þarf um leyfi þjóðgarðsvarðar ef viðburður og/eða verkefni kallar á aðstöðu, mannafla eða meðferð tækja í þjóðgarðinum. Dæmi um slíkt eru kvikmyndataka, auglýsingagerð, listviðburðir, samkomuhald, íþróttaviðburðir o.þ.h. Um umsókn um leyfi vegna rannsókna innan þjóðgarðsins gildir verklagsregla VLR-047 Umsókn um rannsóknarleyfi.
Í umsókninni skal koma fram lýsing á þeim viðburði/verkefni sem óskað er leyfis fyrir, og eftir atvikum upplýsingar um áætlaðan fjölda gesta og starfsmanna, fyrirhugaða aðstöðu og tækjabúnað, tímasetningu viðburðar/verkefnis og tímalengd og staðsetning og stærð svæðis þar sem óskað er eftir að viðburður/verkefni fari fram. Sækja skal um leyfi a.m.k. 30 dögum fyrir fyrirhugaðan viðburð/verkefni og fyrr ef aðstæður og umfang krefjast.
Umsækjandi skal með umsóknargögnum sýna fram á að viðburðurinn/verkefnið sem óskað er leyfis fyrir samræmist ákvæðum laga um Vatnajökulsþjóðgarð, reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins og að ekki sé hætta á spjöllum á náttúru, menningarminjum eða mannvirkjum þjóðgarðsins. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs leiðbeina umsækjanda um hvaða gögn skulu fylgja umsókn og geta ávallt óskað eftir að lagðar verði fram frekari upplýsingar og skýringar varðandi framkvæmd og fyrirkomulag.
Sækja skal um leyfi með minnst 30 daga fyrirvara.
Verklagsreglur vegna kvikmyndagerðar og skyldrar starfsemi er að finna á
heimasíðu þjóðgarðsins.Translation via Google Translate:
According to the first paragraph. Article 38 of the Regulation on Vatnajökull National Park No. 300/2020 shall obtain a permit from the national park warden for organized events and projects that require facilities, manpower or treatment of equipment in the national park, such as filming, events and gatherings. See also Article 15b of the Act on Vatnajökull National Park No. 60/2007.
You must apply for a permit from the national park warden if an event and / or project requires facilities, manpower or treatment of equipment in the national park. Examples of this are filming, advertising, art events, gatherings, sporting events, etc. An application for a permit for research within the national park applies to procedure VLR-047 Application for a research permit.
The application must include a description of the event / project for which permission is requested, and, as appropriate, information on the estimated number of guests and staff, the planned facilities and equipment, the timing of the event / project and the duration and location and size of the area requested. event / project takes place. Permission must be applied for at least 30 days before the planned event / project and earlier if circumstances and scope require.
The applicant must show with the application documents that the event / project for which permission is requested complies with the provisions of the Vatnajökull National Park Act, the Vatnajökull National Park Regulation and the national park's management and protection plan and that there is no risk of damage to nature, cultural monuments or national park structures. Vatnajökull National Park staff guide the applicant on what documents should accompany the application and can always request further information and explanations regarding implementation and arrangements.
Permission must be applied for at least 30 days in advance.
Procedures for filmmaking and related activities can be found on the
website of the national park.